Sýknudómur Hæstaréttar

26.1.2015

Þann 21. janúar sýknaði Hæstiréttur fjóra atvinnubílstjóra, sem dæmdir höfðu verið í Héraðsdómi Norðurlands eystra, til sektargreiðslu þar sem þyngd bíls þeirra og eftirvagns mældist meiri en umferðarlög leyfa. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að vogir þær sem notaðar voru til að vega bílana hefðu ekki verið löggiltar og lægi því ekki fyrir að þær hefðu verið kvarðaðar með réttum hætti.

Eftirlit við vigtun bíla er í höndum umferðareftirlitsmanna. Telji þeir við eftirlit að ákvæði umferðarlaga séu brotin er skýrsla gerð um atvikið og kæra send viðeigandi lögregluembætti til þóknanlegrar afgreiðslu.  Það af leiðandi er sektarákvörðunarvaldið ætíð í höndum lögreglunnar.

Þess ber að geta að frá því í maí 2014 hafa alla vogir í eftirliti verið löggiltar.