Upprifjunarnámskeið prófdómara flugskírteina

12.8.2015

Samgöngustofa heldur upprifjunarnámskeið fyrir prófdómara flugskírteina þann 24. september nk. Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu prófdómararéttinda er að umsækjandi hafi setið slíkt námskeið á sl. 12 mánuðum. 

Námskeiðið verður haldið í Flugröst, Nauthólsvegi 99, kl. 10:00 - 16:00. Tekið er á móti skráningum til og með 17. september á netfangið fcl@icetra.is.