Varðandi starfrækslu loftfara í tengslum við eldgos

19.8.2014

Flugrekendur bera ábyrgð á að starfræksla loftfara sé örugg í öllum tilfellum m.a. í tengslum við menguð svæði eða í svæðum þar sem spár benda til mengaðs loftrýmis.

Flugrekendur gera áhættumat út frá tiltækum upplýsingum t.d. frá veðurstofum, flugvéla- og hreyflaframleiðendum og öðrum aðilum eftir því sem við á. Áhættumatið er notað til þess að meta hvort ásættanlegt sé að starfrækja loftför undir slíkum kringumstæðum. Starfsfólk flugrekenda fær þjálfun í tengslum við slíkar aðstæður og starfar í samræmi við viðurkenndar verklagsreglur.