Vegna atviks hjá Samgöngustofu fimmtudaginn 12. mars

13.3.2015

Eftir lokun afgreiðslu í gær varð atvik hjá Samgöngustofu sem nokkuð hefur verið fjallað um í fréttamiðlum. Stofnunin fjallar ekki opinberlega um mál sem varða einstaka viðskiptavini eða starfsmenn en þó skal staðfest að atvikið verður kært og hefur lögreglan málið í sínum höndum.

Samgöngustofa hefur þegar gert ráðstafanir til að auka öryggi hjá stofnuninni og mun í framhaldinu skoða varanlegar leiðir til enn frekari verndunar starfsfólks og viðskiptavina. Þrátt fyrir að málið sé vissulega litið alvarlegum augum þá varð hvorki mikill né varanlegur skaði af þessu leiðindaatviki. Forstjóri fór í morgun yfir málavexti með starfsfólki Samgöngustofu og er öll afgreiðsla og þjónusta stofnunarinnar með eðlilegum hætti.