Vegna eldgoss í Holuhrauni

29.8.2014

Vegna eldgoss í Holuhrauni vill Samgöngustofa árétta við flugmenn að gæta varúðar við flug í nágrenni eldstöðvarinnar. 

Búast má við mikilli umferð loftfara á svæðinu auk þess sem gæta þarf varúðar vegna óvissu um þróun gossins.

Samgöngustofa getur skilgreint haftasvæði umhverfis gosið sé talin þörf á því.

Samgöngustofa ítrekar við flugmenn að kynna sér viðeigandi  NOTAM og SIGMET áður en flug hefst. Flugmenn eru ábyrgir fyrir aðskilnaði við önnur loftför og eiga að tilkynna staðsetningu og aðrar gagnlegar upplýsingar á tiltekinni tíðni.

Gefin hafa verið út tvö Upplýsingabréf (AIC) með leiðbeiningum um starfrækslu loftfara við aðstæður sem skapast geta í kjölfar eldgoss.

•Fyrir flugrekstraraðila er í gildi AIC A 005/2014

•Fyrir einkaflugmenn gildir AIC B 006/2014