Verkleg ökukennsla heimil frá 4. maí
Samkvæmt auglýsingu í stjórnartíðindum nr. 360/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar verður nú heimilt að sinna ökukennslu frá og með 4. maí n.k. svo fremi að viðkomandi sé ekki/sýni ekki með einkenni COVID-19. Þá skal sérstaklega hugað að hreinlæti og sótthreinsun.