100 ára afmæli flugs á Íslandi

2.4.2019

Auglýsingaborði fyrir 100 ára afmæli almannaflugs á Íslandi. Texti á borða: Fræðslu- og öryggisfundur almannaflugs - í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi, 1919-2019. 6. og 7. apríl 2019Samgöngustofa heldur fræðslu- og öryggisfund í samstarfi við Flugmálafélag Íslands með áherslu á þróun öryggismála í almannaflugi (General Aviation) dagana 6. apríl í Reykjavík og 7. apríl á Akureyri.

Skráning á viðburðina - bæði í Reykjavík og á Akureyri

Farið verður yfir sögu flugs á Íslandi með sérstaka áherslu á almannaflug. Fjallað verður um öryggismál ásamt þróun náms og réttinda flugmanna. Kynnt verður fræðsluefni frá Samgöngustofu ásamt áhugaverðri tölfræði.

Thomas Hytten, frá CAA í Noregi, kemur og upplýsir stöðu og þróun almannaflugs í Noregi og á Norðurlöndum en hann er hluti af teymi sem vinnur að þróun rafmagnsflugvéla í Noregi í samvinnu við AVINOR. Hlökkum til að sjá sem flesta!

Nánari upplýsingar má nálgast hér.