Rafræn flugpróf - 16.12.2014

Eftir áramót verða tekin í gagnið rafræn flugpróf hjá Samgöngustofu og er það liður í markmiði um aukna rafræna þjónustu. Sú breyting gerir stofnuninni kleift að koma til móts við þá miklu fjölgun sem orðið hefur undanfarin ár í skráningum í bókleg próf og tryggja nægjanlegt prófaframboð.

Lesa meira

Afgreiðslutímar yfir hátíðirnar - 15.12.2014

Samgöngustofa verður lokuð á aðfangadag. Á gamlársdag verður aðeins opið í móttöku og ökutækjaskráningum á milli klukkan 9:00 og 12:00. Að öðru leyti verður afgreiðslutími með eðlilegu sniði.
Gleðileg jól!

Lesa meira

Ísland gerir átta nýja loftferðarsamninga - 21.11.2014

Verulegur árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem lauk á Balí, Indónesíu, í dag, en markmið hennar er að skapa aðildarríkjum stofnunarinnar vettvang til viðræðna um gerð og framkvæmd tvíhliða loftferðasamninga. Ráðstefnuna sóttu 78 ríki að þessu sinni og héldu samtals 546 tvíhliða fundi.

Lesa meira

Bann við lendingum loftfara í Holuhrauni - 11.11.2014

Nýjar reglur um aðgengi að hættusvæðinu við eldsumbrotin við Holuhraun tóku gildi 17. október síðastliðinn. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær reglur verið hertar í ljósi nýs hættumats Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Lesa meira

Rúnar hlaut námsstyrk - 23.10.2014

Á dögunum hlaut Rúnar Stanley Sighvatsson, eftirlitsmaður í lofthæfi- og skrásetningardeild Samgöngustofu, námsstyrk frá International Federation of Airworthiness til að sækja námskeið að eigin vali tengt lofhæfimálum. 

Lesa meira

Ekki rétt viðbrögð við ofrisi og spuna - 25.9.2014

Rannsóknarnefndar samgönguslysa hefur gefið út skýrslu vegna flugslyss TF-303 (Rans S6-ES Coyote II) nálægt fisflugvellinum Sléttunni á Reykjanesi.

Lesa meira

Handbremsa hélt ekki - 23.9.2014

Nú liggur fyrir niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa á alvarlegu flugatviki sem varð á Reykjavíkurflugvelli þann 6. ágúst 2013.

Lesa meira

NOLU fundur á Íslandi 18. og 19. september - 19.9.2014

Samgöngustofa tekur fyrir Íslands hönd þátt í fjölbreyttum verkefnum á alþjóðavettvangi sem varða samgöngur í flugi, siglingum og umferð á landi. Meðal viðfangsefna eru störf í samráðshópum í einstökum málaflokkum sem miða að því að þróa regluverk og samvinnu milli þjóða.

Lesa meira

Bann við lendingum loftfara í Holuhrauni - 18.9.2014

Samgöngustofu vill árétta að lögregla og almannavarnir líta svo að gildandi yfirlýsing um bannsvæði og hættusvæði vegna eldgoss í Holuhrauni og jarðhræringa í Bárðarbungu taki til allrar umferðar og dvalar á landsvæðinu, þ.m.t. lendingar loftfara.

Lesa meira

Lokun vegna flutninga Samgöngustofu - 12.9.2014

Í dag, föstudaginn 12. september kl.14.00, lokar Samgöngustofa tímabundið vegna flutninga. Við opnum aftur í nýjum höfuðstöðvum í Ármúla 2, á horni Háaleitisbrautar og Ármúla, þriðjudagsmorguninn 16. september kl.9:00.

Lesa meira

Samgöngustofa flytur - 11.9.2014

Þann 15. september munu starfsstöðvar Samgöngustofu á höfuðborgarsvæðinu flytja í nýtt, sameiginlegt húsnæði á horni Háaleitisbrautar og Ármúla.

Lesa meira

Embætti forstjóra Samgöngustofa auglýst laust til umsóknar - 6.6.2014

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst embætti forstjóra Samgöngustofu laust til umsóknar

Lesa meira

Nýr vefur Samgöngustofu - 14.5.2014

Nýr vefur Samgöngustofu hefur nú litið dagsins ljós. Markmiðið er að hann sé sem aðgengilegastur fyrir viðskiptavini stofnunarinnar.

Lesa meira

Bóklegt flugumsjónarmannspróf - 14.5.2014

Bóklegt flugumsjónarmannspróf verður haldið í Flugröst (Nauthólsvegi 99) 12. júní kl. 13:00.

Lesa meira