Afgreiðslutími um jólin - 19.12.2016

Frá kl. 12 á hádegi á Þorláksmessu verður aðeins opið í þjónustudeild  og þriðjudaginn 27. desember verður lokað hjá Samgöngustofu. Að öðru leyti verður afgreiðslutími með venjubundnum hætti. 

Starfsfólk Samgöngustofu óskar landsmönnum gleðilegra jóla og öruggra ferða um hátíðirnar.

Lesa meira

Breytingar á blindflugsréttindum - 18.11.2016

Flugöryggisstofnun Evrópu EASA hefur sent frá sér tillögu um breytingar á blindflugsréttindum fyrir einkaflugmenn

Lesa meira

Kynning á breytingum á sjónflugsleiðum í nágrenni við Reykjavík - 17.11.2016

Samgöngustofa verður með kynningu á breytingum á sjónflugsleiðum í nágrenni við Reykjavík á Icelandair Hotel Natura, Nauthólsvegi 52 kl. 20 í kvöld. Kári Guðbjörnsson mun fara yfir breytingar sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði.

Lesa meira

Ísland.is óvirkt í stuttan tíma - 8.11.2016

Vegna viðhalds verður innskráningarþjónusta Ísland.is óvirk þann 8. nóvember 2016 á milli kl. 20:00 og 20:30 og verður hvorki hægt að skrá sig inn með Íslykli né rafrænum skilríkjum.

Lesa meira

Morgunfundur starfsfólks á föstudaginn - 2.11.2016

Föstudaginn 4. nóvember byrjar starfsfólk Samgöngustofu daginn á morgunfundi sem er liður í því að efla starfsemina. Þann dag mun afgreiðslan opna kl. 10, strax eftir fundinn.

Lesa meira

Mótun Evrópureglna um dróna - 28.10.2016

Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um gerð reglna um dróna, bæði innan Evrópu og á alþjóðavettvangi. Samgöngustofa hefur þar tekið virkan þátt og fylgist vel með þeirri stefnumótun sem fram fer víðsvegar í heiminum.

Lesa meira

Alþjóðlegt samkomulag um mengunarkvóta í flugi - 19.10.2016

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) samþykkti á 39. allsherjarþingi sínu nýtt kerfi mengunarkvóta sem byggir á markaðsgrunni. Er það mikilvægur liður í því að ná markmiðum sem sett voru fram með Parísarsamkomulaginu um að draga úr loftlagsbreytingum.

Lesa meira

Prófdómaranámskeið - 10.10.2016

Samgöngustofa mun halda upprifjunarnámskeið fyrir prófdómara fyrir flugskírteini þann 8. desember nk. 

Lesa meira

Upprifjunarnámskeið - 8.8.2016

Samgöngustofa mun halda upprifjunarnámskeið fyrir prófdómara fyrir flugskírteini þann 8. september nk. Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu prófdómararéttinda er að umsækjandi hafi setið slíkt námskeið á sl. 12 mánuðum fyrir endurnýjun/framlengingu.

Lesa meira

Lending þyrlu í þéttbýli - 20.6.2016

Samgöngustofa vekur athygli á því að heimildir þarf til að lenda þyrlu innan þéttbýlis.

Lesa meira

Árangursstjórnunarsamningur - 9.6.2016

Innanríkisráðherra og forstjóri Samgöngustofu undirrituðu í dag árangursstjórnunarsamning milli innanríkisráðuneytisins og Samgöngustofu

Lesa meira

Upprifjunarnámskeið - 9.5.2016

Samgöngustofa mun halda upprifjunarnámskeið fyrir prófdómara fyrir flugskírteini þann 9. júní nk. Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu prófdómararéttinda er að umsækjandi hafi setið slíkt námskeið á sl. 12 mánuðum fyrir endurnýjun/framlengingu.

Lesa meira

Starfsdagur Samgöngustofu föstudaginn 1. apríl - 31.3.2016

Vegna starfsdags Samgöngustofu, föstudaginn 1. apríl, verður þann dag frá kl. 12:00 á hádegi aðeins opið í afgreiðslu þjónustuvers. Bent er á að Mitt svæði er opið allan sólarhringinn, en þar má skrá kaup og sölu ökutækja og sinna umsýslu þeirra.

Lesa meira

Upprifjunarnámskeið - 15.2.2016

Samgöngustofa mun halda upprifjunarnámskeið fyrir prófdómara fyrir flugskírteini þann 17. mars nk. Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu prófdómararéttinda er að umsækjandi hafi setið slíkt námskeið á sl. 12 mánuðum fyrir endurnýjun/framlengingu. 

Lesa meira

Samið við flugvirkja - 2.2.2016

Verkfalli flugvirkja Samgöngustofu lauk í nótt með undirritun samnings þeirra við samninganefnd ríkisins. Allir flugvirkjarnir hafa því snúið aftur til starfa hjá stofnuninni og taka þegar til við reglubundið eftirlit og þau önnur störf sem legið hafa niðri um sinn.

Lesa meira

Endurskoðun á íslenskum LOCODES - 26.1.2016

LOCODE er sérstakt auðkenni á höfn, flugvelli, járnbrautarstöð eða slíkum stað til að auðvelda alþjóðleg viðskipti. Listi yfir íslensk auðkenni er uppfærður reglulega. Hægt er að senda tillögur um breytingar á listanum til Samgöngustofu fyrir 1. mars nk.

Lesa meira

Líf og fjör með flugnemum - 18.1.2016

Í síðustu viku var sérstaklega líflegt hjá Samgöngustofu þegar yfir hundrað flugnemar þreyttu flugpróf með markmiði um einkaflugmanns- eða atvinnuflugmannsréttindi. Framkvæmdin gekk vel og verða flugprófin framvegis haldin í nýrri aðstöðu í húsakynnum Samgöngustofu.

Lesa meira

Verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu - 11.1.2016

Verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu hófst í morgun. Það hefur ekki áhrif á starfsemi í hefðbundnu innanlands- og millilandaflugi fyrst um sinn. 

Lesa meira