Hætt að skima börn og fólk með vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu við landamæri Íslands - 28.6.2021

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnareglum á landamærum sem taka gildi 1. júlí og gilda til 15. ágúst. Hætt verður að skima börn og fólk með vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu við landamærin.

Lesa meira

Námskeið fyrir prófdómara flugskírteina - 23.6.2021

Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina fimmtudaginn 26. ágúst í húsnæði Samgöngustofu, Ármúla 2, frá kl. 10:00 til 16:00.

Lesa meira

Óbreyttar reglur á landamærum til 1. júlí - 14.6.2021

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að halda óbreyttu fyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða á landamærum til 1. júlí næstkomandi. 

Lesa meira

Flugfélögum skylt að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð fyrir brottför til Íslands - 3.6.2021

Frá og með 5. júní nk. verður flugfélögum sem fljúga til Íslands skylt að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 fyrir brottför til landsins. Reglugerð þessa efnis var birt í gær og tekur gildi á laugardaginn.

Lesa meira

Leiðbeiningar fyrir flugvelli og flugáhafnir (uppfærðar 1. júní 2021) - 1.6.2021

Embætti landlæknis, í samvinnu við Samgöngustofu, hefur nú gefið út uppfærðar leiðbeiningar fyrir flugvelli og flugáhafnir sem sinna farþegaflugi og vöruflutningum í millilandaflugi vegna COVID-19. Útgáfudagur er 1. júní 2021 en leiðbeiningarnar hafa verið og verða uppfærðar eftir þörfum.

 

Lesa meira

Veffundur um Vegvísi.is: Hvað er á áætlun og erum við að ná árangri? - 1.6.2021

Vegvísir.is er nýr gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Í tilefni af formlegri opnun verður Vegvísir kynntur á veffundi ráðuneytisins þriðjudaginn 1. júní kl. 13:00-13:45.

Lesa meira