Ástandsmat flugbrauta - 28.9.2021

Þann 1. október n.k. verður innleitt nýtt fyrirkomulag við mat á ástandi flugbrauta við vetraraðstæður og upplýsingagjöf til flugmanna um brautarástand á íslenskum alþjóða- og áætlanaflugvöllum. Einnig verður breyting á sniðmáti og innihaldi SNOWTAM, nefnt Samhæft sniðmát (e. GRF Global Reporting Format).

Lesa meira

Flug dróna í nálægð við flugvelli - 22.9.2021

Almenn vitneskja og ábyrgð drónaflugmanna er almennt til fyrirmyndar hér á landi. Þrátt fyrir það hafa borist tilkynningar um flug dróna innan skilgreindra bannsvæða í nálægð við flugvelli, flugvélar og/eða í stjórnuðu loftrými en slíkt er stranglega bannað sökum mikillar slysahættu sem af því stafar.

Lesa meira

Rafræn ráðstefna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar - 8.9.2021

Í dag hófst rafræn ráðstefna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ICAO um flugvernd, nú haldin í 5. sinn. 

Lesa meira

Loftferðasamningur Íslands og Bretlands öðlast gildi - 6.9.2021

Loftferðasamningur milli Íslands og Bretlands öðlaðist formlega gildi í gær, 1. september. Samningnum hefur verið beitt til bráðabirgða frá síðustu áramótum fram að gildistöku og voru flugsamgöngur milli ríkjanna því tryggðar við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu

Lesa meira

Viðvarandi lofthæfi kennsluvéla - 6.9.2021

Í vændum er innleiðing reglugerðar ESB nr. 2019/1383 sem breytir kröfum um viðvarandi lofthæfi loftfara í reglugerð ESB nr. 1321/2014. Vegna þessa þarf að skilgreina hvaða þjálfunarfyrirtæki skuli teljast rekin í ábataskyni og hver ekki.

Lesa meira