Aðhald og lærdómur

24.9.2018

Dagana 18.-21. september sl. gerði Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) úttekt hjá Samgöngustofu, nánar tiltekið á stjórnunarkerfi flugöryggismála á Íslandi. Kannað var hvort verklag og framkvæmd væri í samræmi við þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til stofnunarinnar. Gekk vinnan að óskum og var gagnleg fyrir Samgöngustofu og það starfsfólk sem að henni kom.
Umrædd úttekt er dæmi um það reglubundna aðhald sem Samgöngustofa nýtur, af hálfu alþjóðlegra öryggisstofnana. Góð útkoma slíkra úttekta staðfestir gæði þess starfs sem unnið er hjá stofnuninni og er lærdómsferli um leið, því sífellt er unnið að því að bæta verklag. Þannig er það aðhald sem Samgöngustofu er veitt í sínum störfum sambærilegt við það aðhald sem leyfishafar í samgöngugreinum njóta af hálfu stofnunarinnar.
EASA18092018litil Þrír fulltrúar frá EASA framkvæmdu úttektina í samstarfi við starfsfólk Samgöngustofu.