Áform um breytta skiptihæð yfir Íslandi - samráð

28.8.2020

Vegna erindis sem barst Samgöngustofu og Isavia og  um að hækka skiptihæð yfir Íslandi „í hærri og hagkvæmari hæð“ en nú er, var unnin greiningarvinna innan Samgöngustofu og vinnuhópur með fulltrúum Samgöngustofu, Isavia og Veðurstofu Íslands um verkefnið settur á stofn. Næstu skref verkefnisins er samráð með notendum loftrýmis og öðrum hagsmunaaðilum.

Samgöngustofa kallar hér með eftir athugasemdum við áform stofnunarinnar um breytta skiptihæð. Þess er sérstaklega óskað að hagsmunaaðilar tilgreini hættur sem taldar eru tengjast skiptihæð auk þess sem kallað er eftir hugsanlegum göllum og kostum við þá valkosti sem eru til skoðunar (sjá skema fyrir athugasemdir hér að neðan).

Þess er óskað að athugasemdir berist eigi síðar en 19. september 2020 og skulu þær sendar á netfangið ans@icetra.is.

Hér að neðan má nálgast bréf sem sent hefur verið út á hagsmunaðila ásamt skema sem hægt er að skrá athugasemdir í. Skemað má nota til þess að lista upp þætti/hættur og bera þá saman við fyrirfram ákveðnar skiptihæðir en athugasemdir má þó senda á öðru formi.

Bréf til notenda loftrýmis og hagsmunaaðila
Skema fyrir athugasemdir