Áframhaldandi undanþágur frá tímamörkum fyrir flugnema

30.3.2021

Vegna ómöguleika sem orsakast hefur af Covid-19 faraldri gefst nemendum, sem eru að renna út á 18 mánaða tíma fyrir próftöku á bóklegum prófum, á tímabilinu 30. nóvember 2020 til 31. júlí 2021, kostur á því að sækja um aukinn frest til að ljúka öllum sínum prófum. Slíkur frestur getur að hámarki orðið 8 mánuðir, eða til 31. júlí 2021, hvor dagsetningin sem kemur fyrr. Sækja þarf sérstaklega um slíka undanþágu með því að senda tölvupóst á netfangið prof@icetra.is en þar skulu ástæður þess, að á slíkri undanþágu sé þörf, tilgreindar sérstaklega (prófadagsetningum frestað, próf felld niður, sóttkví, einangrun o.þ.h).

Vegna ómöguleika sem orsakast hefur af Covid-19 faraldri gefst nemendum, sem eru að renna út á 24 mánaða tíma til að ljúka verklegum hluta PPL náms eða 36 mánaða tíma til að ljúka verklegum hluta CPL náms á tímabilinu 30. nóvember 2020 til 31. júlí 2021, kostur á því að sækja um aukinn frest. Slíkur frestur getur að hámarki orðið 8 mánuðir, eða til 31. júlí 2021, hvor dagsetningin sem kemur fyrr. Beiðni um undanþágu þarf að berast Samgöngustofu með tölvupósti á netfangið fcl@icetra.is ásamt staðfestingu frá flugskóla viðkomandi nemanda um að nemandinn hafi gengist undir mat á upprifjunarþjálfun og lokið slíkri þjálfun hafi hennar verið þörf.