Ákvörðun um lýsingu og merkingu hindrana

2.5.2019

Vakin er athygli á nýrri ákvörðun Samgöngustofu (nr. 1/2019) um lýsingu og merkingu hindrana sem gætu talist ógn við flugöryggi.

Í ákvörðuninni er gerð er krafa um litamerkingu hindrana sem eru 60 m háar og hærri, og fyrir hindranir 100 m háar og hærri er gerð krafa um hindranalýsingu.

Þá er gerð krafa um að hindranir 50 m (tímabundnar 30 m) háar og hærri skuli tilkynna til Samgöngustofu í því skyni að meta hvort þær megi teljast hættulegar flugumferð og hvort birta eigi upplýsingar um þær á flugkortum.

Samgöngustofa getur bæði gert ríkari kröfur og heimilað frávik frá framangreindum kröfum, eða heimilað aðrar útfærslur en kveðið er á um í ákvörðuninni að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Ákvörðun þessi tekur gildi 15. september 2019.