Alþjóðaflugmáladagurinn

6.12.2019

Flugmaladagurinn2019

Alþjóðaflugmáladagurinn er á morgun,  laugardaginn 7. desember, og er að þessu sinni helgaður sjálfbærri þróun og alþjóðlegri samvinnu. Í ár er einnig haldið upp á 75 ára afmæli Chicago-samningsins sem er samningur um alþjóðaflugmál (Convention on International Civil Aviation) sem undirritaður var í Chicago þann 7. desember 1944.

Að þessu tilefni hvetja Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðlega flugsamfélagið til þess að minnast tímamótanna á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #ICAO75 og #FLYDAY.  Fólk er hvatt til þess að segja frá skemmtilegum ferðalögum eða deila skemmtilegum myndum frá framandi slóðum. Á Facebook og Twitter er einnig boðið upp á sérstakan myndaramma í tilefni dagsins.

Í tilefni 100 ára afmæli flugs á Íslandi hefur Samgöngustofa nú gefið út dagatal fyrir árið 2020 með öllum tólf veggspjöldunum til að gefa starfsfólki, flugrekstraraðilum og hagaðilum tengdum flugi. Hægt er að hengja dagatalið upp og skipta út mynd eftir mánuði og benda á leiðir til að koma í veg fyrir slys eða atvik af völdum mannlegra mistaka. Á dagatalinu birtast einnig dagsetningar um sögulega viðburða í flugsögunni, t.d. Alþjóðaflugmáladagurinn 7. desember. Dagatalið er gefið út í takmörkuðu upplagi og hægt er að panta eintak hér.