Alþjóðaflugmáladagurinn 7. desember

8.12.2017

Á fundi samtaka flugmálayfirvalda í Evrópu (ECAC), sem haldinn var í vikunni í París, var í gær samþykkt yfirlýsing sem vekur athygli á Alþjóðaflugmáladeginum 7. desember. Þar kemur fram að öryggi almenningsflugs, skilvirkni og sjálfbærni eru lykilmarkmið flugmálayfirvalda. Spár gera ráð fyrir að fjöldi flugfarþega muni tvöfaldast á næstu tveimur áratugum en slíkum vexti fylgja miklar áskoranir um áframhaldandi viðgang flugöryggis sem takast þarf á við í samvinnu ríkja, stofnana og atvinnulífs. Einnig er bent á mikilvægi þess að ríki framfylgi skuldbindingum sínum um að draga úr losun koltvísýrings í flugi.

Hér má sjá yfirlýsinguna í heild .