Alþjóðlegur minningardagur

tileinkaður fórnarlömbum flugslysa og aðstandendum sunnudaginn 20. febrúar 2022

18.2.2022

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur ákveðið að helga 20. febrúar ár hvert sem minningardag tileinkaðan fórnarlömbum flugslysa og aðstandendum þeirra. Ísland hefur átt aðild að ICAO síðan árið 1947 og tekið þátt í að hlúa að hagsmunum í flugmálum og flugöryggi á alþjóðavettvangi.

Á þessum fyrsta minningardegi verður dagurinn kynntur um allan heim í gegnum samfélagsmiðla og á sérstakri ICAO sjónvarpsrás. Áhersla verður lögð á að 193 aðildarríki ICAO komi á formlegum stuðningi við þá sem hafa lent í flugslysum og aðstandendur þeirra.  

Sjá nánar um alþjóðlegan minningardagur tileinkaður fórnarlömbum flugslysa og aðstandendum þeirra á vef ICAO

#AirCrashVictimsDay

https://bit.ly/3gWawGC

273785604_321622513338385_8745517003657109527_n Video