Árið 2021 útnefnt sem ár verndarmenningar

12.3.2021

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur útnefnt árið 2021 sem alþjóðlegt ár verndarmenningar. Verndarmenning er til þess fallin að auka velgengni fyrirtækja í flugi og byggir m.a. á viðhorfum og vinnulagi. Skýr stefnumörkun, þátttaka og skuldbinding stjórnenda er nauðsynleg því verndarmenning varðar allt starfsfólk og starfsemi vinnustaðarins í heild.

Alþjóðlegt ár verndarmenningar - borði

Bent er á leiðir til að efla verndarmenningu:

  1. Uppbygging vinnuumhverfis sem eflir virka verndarmenningu;
  2. Fullnægjandi þjálfun starfsfólks til að efla skilning og þekkingu á innri ógnum;
  3. Skuldbinding stjórnenda um innleiðingu verndarmenningar í starfsemi fyrirtækisins;
  4. Þekking á flugverndarógnum á hverjum tíma;
  5. Stöðug árvekni starfsfólks;
  6. Þekking á verklagi um flugverndaratvik og atvikatilkynningar – sanngirnismenning;
  7. Þekking á viðbrögðum við ógnum sem upp kunna að koma;
  8. Þekking á ógnum sem steðjað geta að net- og upplýsingakerfum og þekking á viðbragðsáætlunum vegna netárása;
  9. Stöðugar umbætur flugverndarráðstafana, m.a. í kjölfar greindra frávika í innra sem ytra eftirliti.

Sjá nánar hér

Upplýsingar um verndarmenningu má finna á vef Samgöngustofu, bæði hér og einnig hér. Þá má á vefnum tilkynna flugatvik .