Bann við lendingum loftfara í Holuhrauni

11.11.2014

Nýjar reglur um aðgengi að hættusvæðinu við eldsumbrotin við Holuhraun tóku gildi 17. október síðastliðinn. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær reglur verið hertar í ljósi nýs hættumats Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Samgöngustofu vill árétta að lögregla og almannavarnir líta svo að gildandi yfirlýsing um bannsvæði og hættusvæði vegna eldgoss í Holuhrauni og jarðhræringa í Bárðarbungu taki til allrar umferðar og dvalar á landsvæðinu, þ.m.t. lendingar loftfara, sbr. 19. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og 23. gr. l. nr. 82/2008 um almannavarnir.

Hér að neðan má sjá mynd af bannsvæðinu.

Holuhraun október