Bóklegt flugumsjónarmannspróf

14.5.2014

Bóklegt flugumsjónarmannspróf verður haldið í Flugröst (Nauthólsvegi 99) 1 2. júní nk. kl. 13:00

Prófið kostar 21.720 kr. Útgáfa skírteinis flugumsjónarmanns kostar  11.310 kr

Til að umsókn sé gild, verða greiðsla og umsóknareyðublöð að hafa borist fyrir lok umsóknarfrests, 5. júní nk. Hér má sækja eyðublað fyrir próf og skírteini.

ATH. umsókn um bóklegt próf fyrir skírteini flugumsjónarmanns er eingöngu afgreidd samhliða umsókn um skírteini.

Greiða má með:

 • kreditkorti í gegnum síma 480-6000, (óska eftir afgreiðslu Vesturvör)
 • millifærslu: 0515-26-131260 kt.540513-1040*. 

* Vinsamlegast sendið kvittun með kt. próftaka í skýringu á netfangið prof@icetra.is.

Hagnýtar upplýsingar fyrir próf

Flugumsjónarmannapróf samanstendur af einu 3 klst prófi.
Prófið er byggt er á ICAO Training Manual Doc 7192 Part D-3 og eftirfarandi fögum: 

 • Lög um loftferðir 
 • Almenn þekking um loftför 
 • Útreikningar á afkastagetu loftfara og aðferðir við gerð leiðarflugáætlana 
 • Mannleg geta 
 • Veðurfræði 
 • Flugleiðsaga 
 • Starfsreglur í flugrekstri 
 • Flugfræði
 • Fjarskipti 

Prófið er á ensku og er skipt upp í:

 1. fjölvalsspurningar (40 spurningar / heildarvægi í prófi 40/65 = 61,54%) 
 2. massa- og jafnvægisútreikning (100 atriði / heildarvægi í prófi 10/65 = 15,38%)
 3. ATC flugplan (70 atriði / heildarvægi í prófi 15/65= 23,08%)


Til að standast bóklegt flugumsjónarmannapróf þarf að ljúka því með a.m.k. 75% árangri.

Leyfileg hjálpargögn í prófinu eru:

 • AIP Iceland
 • Skriffæri
 • Vasareiknir (ekki forritanlegur)
 • Flugreiknistokkur (ekki rafrænn)
 • Að auki þarf að nota Jeppesen Student Pilot Route Manual.

Gott er að kynna sér reglugerð (nr.400/2008 liður 4.6) um skírteinið á heimasíðu Samgöngustofu.