Bóklegum flugprófum í maí aflýst
Bóklegum PPL og ATPL prófum hjá Samgöngustofu 25. – 29. maí 2020 hefur verið aflýst. Ástæður þess má rekja til takmarkana á samkomum vegna COVID-19 faraldursins.
Samhliða hefur áætluð prófseta í júní verið lengd og tímasetningum fjölgað:
Einkaflugmannspróf (PPL):
• 18. og 23. júní
Atvinnuflugmannspróf (ATPL):
• 18., 19., 22., 23., 24., 25. og 26. júní
Nemendum sem renna út á 18 mánaða tíma fyrir próftöku á tímabilinu 1. apríl til 30. nóvember 2020 hefur verið gefinn aukinn frestur til að ljúka öllum sínum prófum. Próftökutímabilið, sem er vanalega 18 mánuðir talið frá lok þess mánaðar sem próftaki þreytir sitt fyrsta próf (FCL.025(b)(2)), framlengist hjá þeim nemendum til 30. nóvember 2020.
Áætlun um bókleg próf hjá Samgöngustofu fyrir árið 2020 má nálgast hér.