Bóklegum PPL- og ATPL-prófum frestað
Vegna samkomutakmarkanna neyðist Samgöngustofa til þess að fresta bóklegum PPL- og ATPL-prófum sem voru á áætlun í lok nóvember og byrjun desember. Þau eru nú áætluð dagana 7. – 11. desember 2020.
Nýjar dagsetningar hafa verið auglýstar á vef Samgöngustofu og um leið hafa próftöflur verið uppfærðar.