Drög að nýrri reglugerð ESB um flugöryggi
Reglugerð um sameiginlegar reglur á sviði almenningsflugs, (ESB) 2018/1139 , tók gildi í Evrópusambandinu á síðasta ári.
Um er að ræða viðbætur og endurbætur á fyrri reglugerð um sameiginlegar reglur á sviði almenningsflugs, reglugerð (EB) nr. 216/2008.
Reglugerðin er enn á viðræðustigi meðal EFTA-ríkjanna og hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn. Fyrirhuguð innleiðing reglugerðarinnar í íslenskan rétt gerir ráð fyrir breytingum á lögum um loftferðir nr. 60/1998.
Sjá upplýsingar í samráðsgátt stjórnvalda
Sjá frétt á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins