Drög að reglum um vernd net- og upplýsingakerfa í flugi og tengdri starfsemi
Samgöngustofa vekur athygli á því að Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið út drög að reglum um vernd net- og upplýsingakerfa í flugi og tengdri starfsemi; NPA 2019-07 - Managment of information security risks.
Þar er gert ráð fyrir kröfum bæði á eftirlitsstjórnvöld sem og á eftirlitsskylda aðila í flugstarfsemi í því skyni að verjast netárásum. Meðal annars er gert ráð fyrir framkvæmd áhættumats og ráðstafana í kjölfarið í þessu skyni, og er gert ráð fyrir að kröfurnar muni gilda fyrir velflesta eftirlitsskylda aðila á sviði flugs.
Frestur til þess að koma á framfæri athugasemdum er fram til 27. september næstkomandi og er hagsmunaaðilum bent á að nýta sér þann möguleika.
Drögin má nálgast hér.