Drónaflug er bannað yfir 120 metrum

20.3.2021

Að gefnu tilefni vill Samgöngustofa árétta reglur sem gilda um drónaflug. Þær eru settar til að tryggja öryggi, t.d. aðgreiningu dróna og annarra loftfara:

  • Ekki má fljúga hærra en 120 m yfir jörðu
  • Ávallt skal víkja fyrir mönnuðum loftförum
  • Dróna má ekki fljúga utan sjónsviðs stjórnanda hans
  • Umráðandi dróna ber ábyrgð á því tjóni sem kann að hljótast af notkun hans
  • Til dróna í atvinnuskyni eru gerðar frekari kröfur, til dæmis um skráningu

Verði vart við brot sem geta stefnt öryggi í hættu gæti þurft að grípa til þess að setja algjört bann við drónaflugi við eldstöðina.

Dronaflug03

Upplýsingar um drónaflug og reglur má finna hér.

Upplýsingar um tímabundið bann á drónaflugi við eldstöð vegna rannsóknarflugs verða birtar á vef Almannavarna.