Endurskoðun á íslenskum LOCODES

26.1.2016

LOCODE er sérstakt auðkenni á höfn, flugvelli, járnbrautarstöð eða slíkum stað til að auðvelda alþjóðleg viðskipti. LOCODE samanstendur af fimm bókstöfum eða tölustöfum. Tveir fyrstu stafirnir auðkenna landið en hinir þrír sem á eftir koma auðkenna staðinn. Þannig er t.d. LOCODE Reykjavíkur ISREY. Haldið er utanum LOCODES af UNECE (United Nations Economic Commission for Europe), einni af fimm svæðisstofnunum Sameinuðu þjóðanna sem hefur m.a. það að markmiði að auðvelda alþjóðleg viðskipti. Eitt af verkefnum UNECE er að halda utan um þessa kóða og bæta við nýjum til að auðvelda samskipti milli ríkja og innan þeirra. Byrjað var að halda utanum LOCODES árið 1981 og voru þeir þá u.þ.b. 8.000. Við síðustu uppfærslu árið 2015 voru þeir orðnir yfir 100.000.

Til er listi yfir LOCODES á Íslandi og er hægt að nálgast hann hér á vef UNECE (www.unece.org/fileadmin/DAM/cefact/locode/is.htm).

Upplýsingarnar eru uppfærðar tvisvar á ári og er áhugasömum boðið að senda tillögur til breytinga til Samgöngustofu fyrir 1. mars 2016, á póstfangið halldorz@icetra.is.