Endurtilnefning Isavia ANS fyrir veitingu flugumferðarþjónustu
Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu
Þann 1. desember var skrifað undir endurtilnefningu fyrir veitingu flugumferðarþjónustu til næstu sjö ára. Þar með hefur Isavia ANS formlega tilnefningu um einkaleyfi til flugumferðarþjónustu í stærstum hluta íslenska loftrýmisins, sem er eitt hið stærsta í heimi. Með því er formfest þjónusta Isavia ANS og og uppfylltar skuldbindingar íslenska ríksins á þessum vettvangi, en um þær gilda strangar alþjóðlegar reglur og kvaðir.
Hér á Samgöngustofu sinna sérfræðingar um flugleiðsögu daglegu eftirliti með starfsemi Isavia ANS. Samvinna Samgöngustofu, Isavia ANS og íslenska ríkisins í þessum málaflokki er í þágu flugöryggis í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Tilnefningin sem Samgöngustofa afhenti Isavia ANS í gær er liður í því að uppfylla alþjóðlegar kröfur um samevrópska loftrýmið.