Flug dróna í nálægð við flugvelli

22.9.2021

Almenn vitneskja og ábyrgð drónaflugmanna er almennt til fyrirmyndar hér á landi. Þrátt fyrir það hafa borist tilkynningar um flug dróna innan skilgreindra bannsvæða í nálægð við flugvelli, flugvélar og/eða í stjórnuðu loftrými en slíkt er stranglega bannað sökum mikillar slysahættu sem af því stafar.

Undanfarin tvö ár hefur Isavia borist 9 tilkynningar um slík atvik. Rétt er að minna á að við alþjóðaflugvelli eru 2 km nálægðartakmarkanir en 1,5 km við aðra áætlunarflugvelli. Gerist þörf á flugi dróna innan skilgreinds bannsvæðis í nágrenni við flugvelli er hægt að sækja um mögulega undanþágu á vef Isavia.

Mynd_droni-002-litil_1589288053329Mikilvægt er að drónaflugmenn uppfæri fyrir hvert flug hugbúnað drónans og upplýsingar um takmarkanir á flugi. Sjá má nákvæmar upplýsingar um takmarkanir á flugi fjarstýrðra loftfara í 12. grein reglugerðar um starfrækslu fjarstýrðra loftfara. Á vef Samgöngustofu er hægt að nálgast helstu upplýsingar og reglur um dróna.