Flug með farþega gegn gjaldi

30.10.2019

Samgöngustofa vill koma eftirfarandi á framfæri varðandi flutning á farþegum gegn gjaldi í einkaflugi.

Ekki er heimilt að fljúga með farþega gegn gjaldi nema skv. gildu flugrekstrarleyfi fyrir flutningaflug. Lista yfir flugrekendur með gilt flugrekstarleyfi er hægt að nálgast hér.

Frá þessari reglu eru þrjár undantekningar. Þær lúta að flugkennslu, einkaflugi þar sem kostnaði er skipt og svokölluðum kynningarflugum. Allar þessar undantekningar eru háðar ströngum skilyrðum, sjá nánar hér

Allt einkaflug með farþega gegn gjaldi sem ekki fellur undir framangreindar undanþágur er ólöglegt. Ábendingar um slíkt er hægt að senda á netfangið; samgongustofa@samgongustofa.is.

Eitthvað hefur borið á því að aðilar sem ekki eru með gilt flugrekstrarleyfi bjóði þjónustu á vefsíðum þar sem auglýst er afþreying og þjónusta á Íslandi. Þeim sem hafa áhuga á að nýta sér slíka þjónustu er bent á að athuga vel hvernig þjónustu er um að ræða og hvort um flugrekanda með gilt flugrekstrarleyfi sé að ræða. Einnig telur Samgöngustofa rétt í þessu samhengi að benda á að í einkaflugi eru öryggiskröfur og öryggisstig allt annað en í flutningaflugi. Þá er almennt séð mun víðtækari tryggingavernd í flutningaflugi en einkaflugi.