Flug og eldgos
Vegna eldgoss á Reykjanesi verður þörf á tíðu rannsóknaflugi á vegum Almannavarna við eldstöðina. Flugið er í þágu almannavarna og vísinda og mun njóta forgangs framyfir annað flug.
Til að tryggja öryggi verður svæði skilgreint sem hættu- eða haftasvæði fyrir annað flug og bannsvæði fyrir dróna á meðan rannsóknarflugið fer fram. Hætt er við að stuttur fyrirvari verði á slíku og mun umfang og gildistími markast af aðstæðum hverju sinni.
- Stjórnendur dróna eru hvattir til að fylgjast með nýjustu tilkynningum á vef Almannavarna. Upplýsingar verða reglulega uppfærðar á slóðinni www.almannavarnir.is/flug.
- Hættu- eða haftasvæði fyrir loftför önnur en dróna verða auglýst með NOTAM.
Jafnframt er bent á upplýsingar í flugmálahandbók AIP og gagnlegar upplýsingar og reglur um drónaflug.