Flugfélagið NIKI Luftfahrt GmbH gjaldþrota

15.12.2017

Farþegar þar sem flug með félaginu er hluti af „pakkaferð“ eiga að hafa samband við ferðaskrifstofuna sem þeir keyptu ferð sína hjá.
Farmiðar sem voru bókaðir beint hjá NICKI eru ónothæfir.  Farþegar verða því sjálfir að koma sér á áfangastað.
Farþegar sem eru í þessari aðstöðu geta þar sem það á við haft samband við neðantalin flugfélög og fengið farmiða á sérstöku afsláttarverði til 31.12.2017.
• Condor,  +49 (0) 180 6 767767
• Eurowings,  +49 (0) 180 6 320 320
• Germania, +49 (0) 30 92033242
• Lufthansa, +43 810 1025 8080 or Tel. +49 (0) 69 86 799 799
• Austrian Airlines, +43 5 1766 1000 or Tel. +49 (0) 69 86 799 799
• Swiss, +49 (0) 69 86 799 799
• TUIfly, +49 (0) 180 6 000120 

Þessi félög munu sjálf útskýra nánar afsláttarverð sín.