Flugnám, verkleg kennsla – hertar aðgerðir um allt land til 17. nóvember

2.11.2020

reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir tók gildi 31. október 2020 og gildir til og með 17. nóvember 2020. Ýmis starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er áfram óheimil. 

Það er mat heilbrigðisráðuneytis að verklegt flugnám og kennsla, þar sem ekki er unnt að viðhalda 2 metra nálægðartakmörkun, er óheimilt til 17. nóvember nk. Það skal tekið fram að framangreindar takmarkanir taka ekki til aðstæðna þar sem smithætta vegna nándar er ekki til staðar eða unnt er að virða 2 metra nálægðartakmörkun, t.d. í svokölluðu „sólóflugi“ flugnema, þar sem flugkennari er ekki í flugvélinni með nemanum. Varðandi bóklegt nám skal tryggja 2 metra nálægðartakmörkun, tryggja að ekki séu á sama tíma fleiri en tíu einstaklingar inni í sama rými og að ekki sé samgangur milli rýma.

Sjá nánar REGLUGERÐ um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr. 1051/2020 , dags. 30. október 2020.