Fræðslu- og öryggisfundur á Akureyri fellur niður

5.4.2019

Áður auglýstur fræðslu- og öryggisfundur Samgöngustofu og Flugmálafélags Íslands, sem halda átti á Akureyri sunnudaginn 7. apríl, fellur niður vegna takmarkaðrar þátttöku.

Þess í stað verður fundurinn sem haldinn er í Reykjavík, laugardaginn 6. apríl, sendur út í vefupptöku. Hægt verður að horfa á beint streymi af fundinum hér og eftir fundinn verður hægt að skoða upptökuna hvenær sem er.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en vonumst til að sem flestir náir geti nýtt sér vefupptökuna – hvar sem er á landinu (eða jafnvel hvar sem er í heiminum).

https://livestream.com/accounts/11153656/events/8628961/player

Nánari upplýsingar má finna hér á vef Samgöngustofu.