Frestun bóklegra flugprófa
Staðfest hefur verið COVID-19 smit hjá starfsmanni Samgöngustofu. Í kjölfarið er hópur starfsfólks kominn í sóttkví, samkvæmt leiðbeiningum smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis.
Af þessum ástæðum er öllum bóklegum ATPL og PPL prófum sem áætluð voru 10. – 14. ágúst 2020 frestað um ótilgreindan tíma. Ný tímasetning prófanna verður tilkynnt um leið og hún liggur fyrir.
Atvinnuflugnemar sem höfðu áætlað að þreyta sín fyrstu bóklegu próf hjá Samgöngustofu í ágúst og gera slíkt samkvæmt núgildandi námskröfum (eldri ATPL námskrá) munu fá tækifæri til þess strax og nýjar tímasetningar liggja fyrir. Þó liggur fyrir að engin próf verða haldin vikuna 10. - 14. ágúst.