Heimsókn frá Flugmálastjórn Bandaríkjanna

13.3.2017

Ísland og Bandaríkin skrifuðu undir tvíhliða samstarfssamning (Bilateral Aviation Safety Agreement (BASA)) í september 2004 um lofthæfimál. Þessi samningur stuðlar að gagnkvæmri viðurkenningu landanna og auðveldar m.a. flutning á flugvélum og íhlutum milli Ísland og Bandaríkjanna. Við þennan samning þarf að skrifa verklagsreglur (Implementation Procedures Airworthiness IPA) sem er vinnu- og samskiptafyrirkomulag um lofthæfimál milli Samgöngustofu og Flugmálastjórnar Bandaríkjanna (FAA).

Í síðustu viku heimsóttu Samgöngustofu fjórir fulltrúar frá Flugmálastjórn Bandaríkjanna. Erindi þeirra var að kynnast Samgöngustofu og taka út starfsemi stofnunarinnar sem er liður í því að byggja upp gagnkvæmt traust milli flugmálayfirvalda landanna. 

Reikna má með að skrifað verði undir IPA samninginn síðar á þessu ári.

Eitt
Tvo

Fulltrúar frá Flugmálastjórn Bandaríkjanna ásamt því starfsfólki Samgöngustofu sem þátt tóku í úttektinni.