Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingaréttindi loftfara fullgiltur

11.9.2020


Ísland er aðili að Höfðaborgarsamningnum um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði ásamt bókun um búnað loftfara. Samningurinn og bókunin tekur formlega gildi hvað Ísland varðar þann 1. október nk. sbr. lög nr. 74/2019. 

Meginmarkmið Höfðaborgarsamningsins er að styðja við og auðvelda fjármögnun viðskipta milli landa með hreyfanlegan búnað. Lesa má nánar um markmið samningsins og þýðingu hans fyrir Ísland á vef samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins

Samningurinn felur í sér nýmæli á sviði skráningar réttinda yfir loftförum. Samkvæmt honum getur skráður eigandi loftfars framselt til þriðja aðila heimild til að óska eftir afskráningu loftfars af loftfaraskrá þ.e. gefa út óafturkræfa heimild til að biðja um afskráningu og útflutning (IDERA).
Samgöngustofa er skráningaryfirvald samkvæmt samningnum og tekur við og skráir IDERA í tengslum við viðkomandi loftfar í loftfaraskrá. Sjá nánar hér.