Íslensk lofthelgi lokuð rússneskum loftförum
Lofthelgi Íslands er nú lokuð fyrir umferð rússneskra loftfara. Ákvörðunin var tekin af íslenskum stjórnvöldum til að sýna samstöðu með Úkraínu og gildir fyrir loftför í eigu eða leigu rússneskra aðila og flugrekendur sem starfa á grundvelli leyfa sem gefin eru út af rússneskum yfirvöldum.