Lending þyrlu í þéttbýli

20.6.2016

Að gefnu tilefni vekur Samgöngustofa athygli á því að sé ætlunin að lenda þyrlu innan þéttbýlis ber að fylla út umsókn sem finna má hér á vefnum

Eins og fram kemur á umsókninni þarf með henni að fylgja m.a. heimild hlutaðeigandi bæjar- og lögregluyfirvalda, sem og áhættumat fyrir flugið.

Um lendingar utan þéttbýlis gilda almennar reglur um að til þurfi heimild eiganda þess svæðis þar sem lent er. Auk þess kunna að vera aðrar takmarkanir í gildi á svæðinu, s.s. á grundvelli náttúruverndarlaga, sem nauðsynlegt er að kynna sér.