Líf og fjör með flugnemum

18.1.2016

Í síðustu viku var sérstaklega líflegt hjá Samgöngustofu þegar yfir hundrað flugnemar þreyttu flugpróf með markmiði um einkaflugmanns- eða atvinnuflugmannsréttindi. Umsjón og framkvæmd flugprófa er eitt af verkefnum Samgöngustofu en þetta var í fyrsta skipti sem þau voru haldin í húsakynnum stofnunarinnar. Í samræmi við áætlanir um aukna rafræna þjónustu voru flugprófin gerð rafræn fyrir um ári síðan, en það miðar auk þess að meiri gæðum og umhverfisvænni framkvæmd.

Við tilfærslu prófanna í hús Samgöngustofu í Ármúlanum var tekin í notkun glæný aðstaða fyrir þau og mikið kapp lagt á hágæða tölvubúnað og þægilega vinnuaðstöðu fyrir próftaka. Þess utan var ætlunin að innleiða rafrænt skráningar- og greiðslukerfi, en sá hluti gekk ekki hnökralaust í þetta fyrsta skipti. Heilt yfir gekk framkvæmdin vel fyrir sig og verða flugprófin framvegis haldin í hinni nýju aðstöðu hjá Samgöngustofu.

Flugprof.2016.emm.litil-11