Mega deila útlögðum kostnaði

Einkaflugmenn mega deila útlögðum kostnaði með farþegum

30.7.2015

Í loftferðalögum kemur fram að krafist er flugrekstrarleyfis ef flogið er með farþega gegn gjaldi. Í raun er það sambærilegt því að ekki má aka með farþega gegn gjaldi nema viðkomandi ökumaður hafi réttindi til leigubíla- eða hópferðaaksturs. Það má hinsvegar deila niður á farþega beinum útlögðum kostnaði vegna t.d. leigu á flugvél eða eldsneytis líkt og menn gera og hafa heimild til varðandi ökutæki. 

Það að einkaflugmenn séu að bjóða upp á farþegaflug án tilskilinna réttinda er mjög sjaldgæft og er tekið hart á slíkum undantekningum ekki hvað síst í hópi flugmanna sjálfra sem yfirleitt leggja mikla áherslu á að farið sé að lögum og allra skilyrða til farþegaflugs í atvinnuskyni sé fullnægt.  Þótt tilfelli séu fá og sögurnar fleiri þá er rétt að fyrirbyggja að slíkt gerist.