Mótun Evrópureglna um dróna
Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um gerð reglna um dróna, bæði innan Evrópu og á alþjóðavettvangi. Samgöngustofa hefur þar tekið virkan þátt og fylgist vel með þeirri stefnumótun sem fram fer víðsvegar í heiminum. Hér að neðan má finna vefslóðir inn á frumgerðir (e. prototype) reglna EASA um dróna, ásamt skýringum. Er þar hægt að átta sig á því hverja stefnu reglur um dróna virðast vera að taka á Evrópuvettvangi.
"Prototype" Commission Regulation on Unmanned Aircraft Operations
Óski áhugasamir eftir því að koma athugasemdum eða ábendingum til Samgöngustofu, má gera það í gegnum netfangið samgongustofa@samgongustofa.is.