Námskeið fyrir prófdómara flugskírteina

21.8.2020

Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina fimmtudaginn 15. október næstkomandi í húsnæði Samgöngustofu, Ármúla 2, frá kl. 10:00 til 16:00.

Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu og frumútgáfu prófdómararéttinda er að umsækjandi hafi setið slíkt námskeið á síðastliðnum 12 mánuðum.

Vinsamlegast sendið skráningu með tölvupósti á netfangið fcl@icetra.is eigi síðar en 30. september næstkomandi. Ef ekki verður hægt að taka á móti öllum sem skrá sig vegna fjölda- og/eða nálægðartakmarkana áskilur Samgöngustofa sér rétt til að velja inn á námskeiðið eftir gildistímum réttinda.

Námskeiðsgjaldið er 35.752 kr. og innifaldar eru veitingar meðan á námskeiði stendur.