Mánudaginn 17. mars nk. lokar Samgöngustofa móttöku sinni í Skógarhlíð 12

10.3.2014

Þær breytingar verða hjá flugsviði Samgöngustofu mánudaginn 17. mars nk. að þjálfunar og skírteinadeild sviðsins flytur í Vesturvör 2 í Kópavogi, þar sem flugrekstrardeild sviðsins er staðsett.

Lofthæfideild flugsviðs flytur sama dag  í Borgartún 30 í Reykjavík. 

 Mannvirkja- og leiðsögusvið og samhæfingarsvið munu flytja á 1. hæðina í Skógarhlíð 12.

Samhliða þessum breytingum mun móttöku stofnunarinnar í Skógarhlíðinni verða lokað en móttaka og afhending gagna til  Samgöngustofu verður í Vesturvör 2.

Síðar á árinu er ráðgert að stofnunin muni flytja í nýtt sameiginlegt húsnæði