Kennimerki Samgöngustofu kynnt

27.6.2013

Samgöngustofa

Kennimerki Samgöngustofu var kynnt á fyrsta starfsmannafundur stofnunarinnar, nýrrar stjórnsýslustofnunar samgöngumála sem haldinn var á dögunum. Merkið hannaði Ámundi Sigurðsson grafískur hönnuður. Samgöngustofa mun taka til starfa 1. júlí nk. Stofnunin mun annast stjórnsýslu og eftirlit í samgöngum og þangað flytjast verkefni Flugmálastjórnar og Umferðarstofu auk stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna Siglingastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar. Hjá stofnuninni munu starfa um 160 manns.
Hermann Guðjónsson, sem verður forstjóri Samgöngustofu, stýrði starfsmannafundinum og fór yfir markmiðin með hinni nýju stofnun. Er henni ætlað að vera sameinuð öflug stofnun sem vinnur að  öruggum samgöngum fyrir fólk og fyrirtæki. Faglegi þátturinn verði í hávegum hafður en einnig skilvirkni, hagkvæmni og góð þjónusta. Á fundinum var jafnframt farið yfir skipulag Samgöngustofu og helstu verkefni. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti stutt ávarp og hvatti starfsmenn til að nýta sér þau tækifæri sem framundan væru á þessum tímamótum, þegar ný stofnun tæki til starfa við þá endurskipulagningu á samgöngustofnunum sem ákveðin hefur verið. Sagði hún nýja og öfluga stofnun geta gert góða þjónustu enn betri og hvatti starfsmenn til að halda áfram á þeirri braut.