NORDICAO Magazine

26.5.2013

NORDICAO er samstarfsvettvangur Danmerkur, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar og Íslands sem hefur það að markmiði að hlúa að hagsmunum ríkjanna í flugmálum á alþjóðavettvangi og innan Alþjóðaflugmála-stofnunarinnar og byggja þannig upp öfluga liðsheild. Þrír starfsmenn starfa að jafnaði á skrifstofu NORDICAO, frá mismunandi ríkjum Norðurlandanna auk ritara.
Aðalþing ICAO er haldið þriðja hvert ár og verður 38. þingið haldið haustið 2013. Norðurlöndin hafa skipst á að bjóða fram fulltrúa til setu í fastaráði ICAO og er nú komið að Noregi að bjóða fram fulltrúa og taka við forystu, af Dönum, NORDICAO-skrifstofunnar sem er sameiginleg skrifstofa Norðurlandanna í aðalstöðvum ICAO í Montreal. Af því tilefni hefur verið gefinn út upplýsingabæklingur um Norðurlöndin NORDICAO Magazine sem lesa má hér.