Áríðandi ábending vegna breytinga á reglugerð um Part 66 skírteini

26.9.2012

Flugmálastjórn vill koma á framfæri breytingu á innleiðingu á vissum þáttum reglugerðar framkvæmdarstjórnar ESB númer 1149/2011 sem tók gildi 1. ágúst sl. varðandi verklegan hluta tegundarnáms (Practical training or on the job training). Þessi breyting á reglugerð hefur valdið erfiðleikum í innleiðingu innan Evrópu þar sem ríki sem eiga aðild af EASA hafa nálgast þessa breytingu á mismunandi hátt.
Til að gæta jafnræðis hefur FMS frestað innleiðingu á ofangreindum þætti reglugerðarinnar fyrir þá sem þegar hafa lokið bóklegum þætti tegundarnáms eða hafið nám fyrir 1. ágúst 2012 til 1. ágúst 2013. Þetta þýðir að FMS mun byrja að nýju að samþykka  „On the job training“ fyrir þá sem kjósa svo. Breyting verður þó á samþykktinni frá því sem áður var þannig að verklegum hluta náms (On the job training) skal vera lokið fyrir 1. ágúst 2013 og mun samþykkið aðeins gilda til þess tíma.  Þessi gögn má síðan nota til að afla tegundaráritunar í skírteini til 1. ágúst 2015.