Breyting á reglugerð vegna Part 66

13.8.2012

Flugmálastjórn Ísland vill benda á að þann 1. ágúst 2012 tók reglugerð framkvæmdarstjórnar ESB númer 1149/2011 gildi.
Þessi reglugerð felur í sér töluverðar breytingar á því sem snýr að Part 66 skírteinum.

  • Áríðandi ábending varðandi Part 66 skírteini 26.09.2012:

  • Flugmálastjórn vill koma á framfæri breytingu á innleiðingu á vissum þáttum reglugerðar framkvæmdarstjórnar ESB númer 1149/2011 sem tók gildi 1. ágúst sl. varðandi verklegan hluta tegundarnáms (Practical training or on the job training). Þessi breyting á reglugerð hefur valdið erfiðleikum í innleiðingu innan Evrópu þar sem ríki sem eiga aðild af EASA hafa nálgast þessa breytingu á mismunandi hátt.
    Til að gæta jafnræðis hefur FMS frestað innleiðingu á ofangreindum þætti reglugerðarinnar fyrir þá sem þegar hafa lokið bóklegum þætti tegundarnáms eða hafið nám fyrir 1. ágúst 2012 til 1. ágúst 2013. Þetta þýðir að FMS mun byrja að nýju að samþykka  „On the job training“ fyrir þá sem kjósa svo. Breyting verður þó á samþykktinni frá því sem áður var þannig að verklegum hluta náms (On the job training) skal vera lokið fyrir 1. ágúst 2013 og mun samþykkið aðeins gilda til þess tíma.  Þessi gögn má síðan nota til að afla tegundaráritunar í skírteini til 1. ágúst 2015.

 

Flokkun loftfara hefur breyst og er loftförum nú skipt í 3 flokka. Til einföldunar þá eru flokkarnir eftirfarandi:
1.    Stór loftför t.d. Boeing og Fokker eða þyrlur með fleiri en einn hreyfil
2.    Eins hreyfils þyrlur og eins hreyfils “turbo prop“ flugvélar. Þessum flokki er svo skipt niður í þrjá undirflokka sem gefur möguleika á að fá ýmsar hópáritanir 
3.    Flugvélar með bulluhreyfla sem flokkast ekki sem stór loftför. Þessum flokki er svo skipt niður í fimm undirflokka sem einnig gefur möguleika á að fá ýmsar hópáritanir.
Til að sjá nánari lýsingu á hverjum flokki fyrir sig bendir stofnunin á lið 66.A.5 í áðurnefndri reglugerð.


Fyrirkomulag til að fá tegundaráritun breytist töluvert. Í því samhengi er mikilvægt að rugla ekki sama hugtökunum „ Practical training“ og svo „ On the job training“. Fyrir stór loftför, Flokk 1, er núna dregin lína á milli þess hvort um fyrstu tegundaráritun sé að ræða eða ekki. Ef um fyrstu tegundaráritun er að ræða í viðeigandi (undir)flokki þá þarf umsækjandi að klára „On the Job Training“ (OJT) í kjölfar tegundarnámskeiðs (Type Training Course) sem samanstendur af bæði bóklegu og verklegu námi (Theoretical og Practical).
Umsækjandinn þarf að hafa viðurkenningarvottorð (Certificate of Recognition) frá 147 viðhaldskennslufyrirtæki til staðfestingar um að hafa lokið tegundarnámskeiði þegar sótt er um tegundaráritun. Getur staðfesting komið fram á einu vottorði eða tveimur, og frá tveimur mismunandi Part 147 viðhaldskennslufyrirtækjum.

  • Dæmi: Nú þarf umsækjandi sem er með tegundaráritun á B737 og er að sækja um áritun á B747 að leggja fram „Certificate of Recognition” fyrir bæði “Theoretical and Practical element“. Ekki þarf lengur að sækja um samþykki á OJT til FMS í því tilfelli þar sem ekki er um fyrstu tegundaráritun í viðkomandi flokki er að ræða.
  • Fyrsta tegundaráritun í Flokk 1 = bóklegt(147) + verklegt(147) + OJT(145)
  • Næsta tegundaráritun í sama flokki = bóklegt(147) + verklegt(147)

Þeir sem þegar hafa setið tegundarnámskeið og hafa“ Certificate of Recognition” fyrir “Theoretical” hlutanum þurfa nú að verða sér út um „Certificate of Recognition” fyrir „Practical“ hlutann hjá Part 147 viðhaldskennslufyrirtæki. Flugmálastjórn er ekki heimilt að samþykkt OJT í stað „Practical“ hlutans frá Part 147 viðhaldskennslufyrirtæki. Þeir sem þegar hafa fengið samþykkt OJT frá FMS þ.e.a.s. fyrir 1. ágúst 2012 munu þó geta notað það fyrir „Practical“ hlutann.

Kröfurnar sem gerðar eru til Part 145 viðhaldsfyrirtæki sem kýs að bjóða upp á OJT fyrir fyrstu tegundaráritun hafa einnig breyst og er ekki fyrirséð að 145 verkstæði hér á landi uppfylli þær kröfur að svo stöddu, því gæti reynst erfitt fyrir FMS að samþykkja að óbreyttu OTJ umsókn frá þeim. Einnig er FMS í veikri stöðu að kanna hvort önnur erlend 145 verkstæði uppfylli nýjar kröfur. Til að FMS geti samþykkt OJT þarf umsækjandinn að leggja fram sannanir fyrir því hvernig 145 verkstæðið mun uppfylla þessar nýju kröfur.

Að lokum vill FMS benda á að nú renna tegundarnámskeið út á 3 árum og grunnám rennur út á 10 árum hafi réttinda ekki verið aflað.