Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að ráða eftirlitsmann með flugkennslu

10.7.2012

Starfssvið
Starfið  felst einkum í að skipuleggja og annast eftirlit með starfsemi flugskóla sem og umsjón með gerð og framkvæmd bóklegra prófa.  Viðkomandi annast samskipti við flugskóla og einstaklinga og leiðbeinir umsækjendum um heimildir í flugtengdri starfsemi.

    Menntunar- og hæfnikröfur
  • Gerð er krafa um bóklegt atvinnuflugmannspróf  og 
  • kostur ef viðkomandi er eða hefur verið handhafi atvinnuflugmannsskírteinis
  • Viðeigandi kennslureynsla er kostur sem og háskólanám sem nýtist í starfi
  • Hæfileiki til að túlka, útskýra og setja reglugerðarkröfur  fram með skýrum hætti
  • Skilyrði er að viðkomandi hafi mjög góð tök á íslensku og ensku
  • Kostur er að umsækjendur hafi lokið viðurkenndu úttektarnámskeiði og hafi þekkingu á gæðakerfum
  • Góð tölvuþekking og skipulagshæfileikar

Við leitum að starfsmanni með góða samstarfshæfileika, þægilega framkomu og mikinn áhuga á flugstarfsemi. Hann þarf að sýna af sér frumkvæði, sjálfstæði og fagmennsku í starfi, vera skipulagður og agaður í verkum sínum og geta unnið undir álagi. Launakjör taka mið af viðeigandi kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf hjá Flugmálastjórn þar sem hæfileikar og frumkvæði fá notið sín. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði. Flugmálastjórn áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum.
Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá til Flugmálastjórnar Íslands, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík fyrir 9. ágúst n.k. merkt  „Flugmálastjórn – umsókn um starf eftirlitsmanns með flugkennslu“. Nánari upplýsingar veitir  Valdís Á. Aðalsteinsdóttir staðgengill framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs í síma 569 4124  / t-póstur: valdis@caa.is.

 

Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun með rúmlega 40 starfsmenn. Hlutverk Flugmálastjórnar er að fara með stjórnsýslu á sviði flugmála innanlands og á alþjóðavettvangi, hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innanlands og utan. Flugmálastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa.