Traust til Flugmálastjórnar Íslands mælist 5,1 stig

16.3.2012

Traust2012samanburdurÍ árlegri viðhorfskönnun Capacent Gallup um traust almennings til Flugmálstjórnar Íslands í samanburði við tólf aðrar stofnanir og þróun þar á mælist Flugmálastjórn Íslands með traust almennings upp á 5,1 stig af 7 mögulegum.
Flugmálastjórn er í fjórða sæti í samanburði við aðrar stofnanir á eftir Landhelgisgæslunni sem mælist með 5,8 stig, lögreglunni sem mælist með 5,4 stig og Háskóla Íslands sem mælist með 5,2 stig.
Tæp 72% ber mikið traust til Flugmálastjórnar Íslands en 5,7% bera lítið traust til stofnunarinnar.
Viðhorfskönnunin var framkvæmd 15. -22.. febrúar 2010 með netkönnun og var úrtakið 1393 manns 18 ára og eldri af öllu landinu, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup.  Svarhlutfall var 62%

Traust2012skifa

 

                    Traust2012